Jónína Guðrún 100 ára

Jónína Guðrún ásamt bróðursyni sínum, Þorsteini Sigfússyni, í afmælinu á sunnudaginn. Mynd: Rósa Kjartansdóttir
Jónína Guðrún ásamt bróðursyni sínum, Þorsteini Sigfússyni, í afmælinu á sunnudaginn. Mynd: Rósa Kjartansdóttir

Sagt er frá því á vefsíðu Skagastrandar að Jónína Guðrún Valdimarsdóttir frá Kárastöðum, nú búsett á Skagaströnd, hafi orðið 100 ára í gær, 29. nóvember.

„Þessi aldna heiðurskona er mannasættir sem talar aldrei illa um nokkurn mann þrátt fyrir oft erfiða æfi. Lengi var hún ráðskona hjá bræðrunum Kára (d.11.12.1990) og Sigurbirni Kristjánssonum (d.10.9.1989) á Kárastöðum og hélt þeim heimili ásamt dóttur sinni. Jónína dvelur nú á Sæborg í góðu yfirlæti og við góða líðan,“ segir í fréttinni á Skagaströnd.is.
Jónína eignaðist tvö börn, Svavar Bergmann Indriðason 1939, sem lést 1.nóv. 2010, og Kristínu Ragnheiði Sigurðardóttur 1949, sem var með móður sinni á Kárastöðum. Jónína tók á móti gestum í Sæborg á sunnudaginn var.

Fleiri fréttir