Kormákur Hvöt endurnýjar samning sinn við Aco Pandurevic
Stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar hefur endurnýjað samning sinn við Aco Pandurevic og mun hann stýra skútunni sumarið 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni fyrr í kvöld.
Þar kemur fram að Aco hafi stigið sín fyrstu skref í meistaraflokksþjálfun með Kormák Hvöt í fyrra, þar sem liðið endaði í 9. sæti á sínu fyrsta ári í 3. deild, þrátt fyrir að hafa sennilega sett Íslandsmet í forfallavandræðum þegar leið á sumarið.
„Sem fyrr er það stefna meistaraflokksráðs að byggja liðið á sterkum heimamönnum með gæfuríkri blöndu af erlendum hæfileikamönnum. Nú þegar er vinna við að móta leikmannahópinn farin af stað og eru væntingar fyrir sumarið 2023 miklar í Húnaþingum báðum.“