Kvíðir Þorláksmessudeginum

Ketkrókur er tólfti jólasveinninn. Hann var vanur að stinga löngum krókstjaka niður um strompana og krækja sér í hangikjötslæri sem geymd voru upp undir rjáfri. Í gömlum sögnum er getið um svipaðan jólasvein, Reykjarsvelg, sem gapti yfir eldhússtrompnum en lét sér nægja að svelgja í sig reykinn af hangikjötinu. Tekið af mjolk.is.
Ketkrókur er tólfti jólasveinninn. Hann var vanur að stinga löngum krókstjaka niður um strompana og krækja sér í hangikjötslæri sem geymd voru upp undir rjáfri. Í gömlum sögnum er getið um svipaðan jólasvein, Reykjarsvelg, sem gapti yfir eldhússtrompnum en lét sér nægja að svelgja í sig reykinn af hangikjötinu. Tekið af mjolk.is.

Það hefur borið á því undanfarin ár að fólk fyllist jólakvíða er nær dregur aðfangadegi og er ýmislegt sem því veldur. Þetta ástand á reyndar ekki við mannfólkið eingöngu því Kjötkrókur á einnig við þennan kvilla að stríða. Ástæðan er helst af tvennum toga. Í fyrsta lagi eru ekki hafðir strompar á húsum lengur svo neinu nemur og því ekki er hægt að koma krókstjaka þar niður. Og ef það er strompur þá er ekkert kjöt hangandi þar fyrir neðan til að krækja í. Í öðru lagi eru flestir að sjóða illa þefjandi flatfisk þennan dag sem ekki getur talist matur á heimili jólasveinanna. Þetta ætti að banna með öllu, sagði Kjötkrókur með tárin í augunum við tíðindamann Feykis um óttuleytið í nótt.

Ketkrókur, sá tólfti,
kunni á ýmsu lag.-
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.

Hann krækti sér í tutlu,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist stuttur
stauturinn hans þá.

Á heimasíðu Jólamjólkur er hægt að finna góðar uppskriftir m.a. glóandi fisk með spænsku ívafi sem Ketkrókur segir að sé betra en skata, þurfi menn á annað borð að fá sér fisk. Sjá HÉR.

Í vídeóinu hér fyrir neðan syngur Sigurður Guðmundsson um það sem hann langar mest í – Jólafrí.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir