Langar þig að vera óstöðvandi?

Farskólinn á Norðurlandi vestra leitar nú þátttakenda í námskeið sem er öllum opið og ber heitið Langar þig að vera óstöðvandi? Áhugavert er að stéttarfélögin SFR, Kjölur, Samstaða, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn.

Á vef Farskólans kemur þetta fram:

Hefur þú upplifað stund þar sem þú lékst á alls oddi?
Jafnvel dag sem þú varst upp á þitt allra besta. Samskipti voru frábær, hugmyndaauðgi í hámarki, sjálfstraust, hugrekki, orka, og ástríða alls ráðandi. Þetta tilfinningalega ástand sem sumir kalla „sónið“ þar sem við erum óstöðvandi.

Hugmyndafræðin og aðferðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu miða að því að byggja upp færni til þess að kveikja á og kynda upp tilfinningar sem stórauka aðgengi okkar að innri auðlindum eins og hæfileikum, upplýsingum og skapandi hugsun og bæta þar með gæði allra ákvarðanna og athafna.

Námskeiðið er þrjár klukkustundir, þar sem virk þátttaka og gleði ráða ríkjum. Það skiptist upp í þrjá hluta: #1 skilning #2 upplifun #3 þjálfun

Að námskeiðinu loknu tekur við fimm daga eftirfylgni yfir netið í gegnum tölvupósta.

Leiðbeinandi:  Bjartur Guðmundsson, leikari. Sjá nánar HÉR

HÉR er tengill á nánari upplýsingar.

 Með því að smella á myndina hér fyrir neðan er hægt að heyra Bjart segja frá fyrirhuguðu námskeiði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir