Langömmubörnin fá gimbað teppi

Handavinnukonan Bryndís. Aðsendar myndir.
Handavinnukonan Bryndís. Aðsendar myndir.

Handavinnukonan Bryndís Alfreðsdóttir ætlar að sagði lesendum frá handavinnunni sinni í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? í öðru tölublaði Feykis ár síðasta ári. Bryndís er Fljótakona í húð og hár, fædd og uppalin í Austur-Fljótum en stundaði kúabúskap í Langhúsum ásamt manni sínum í 42 ár. Bryndís hefur búið á Sauðárkróki síðastliðin tíu ár og segist hafa verið svo heppin að kynnast prjónahópnum sínum fljótlega sem hafi hjálpað sér mikið þar sem hópurinn sé alveg frábær. Handverk Bryndísar er fjölbreytt eins og sjá má en mest gerir hún af því að prjóna.

Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir?
Ég man eftir mér sex ára að teikna mynstur og stafi í efni og sauma það út, með tilsögn móður minnar. Svo hef ég prjónað mikið en fyrsta lopapeysan var alveg misheppnuð, þá var ég 14 ára og hafði enga fyrirmynd. Ég hafði bara séð þær, en ég er búin að prjóna margar síðan.

Hvaða handavinnu þykir þér skemmtilegast að vinna?
Núna prjóna ég mikið af vettlingum, tátiljum, sokkum, peysum og teppum.

Sauðskinnsskór með leppum.Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? 
Núna er ég að gimba teppi. Ég gef öllum langömmubörnunum mínum gimbað teppi við fæðingu og eiga þau að fylgja barninu áfram.

Hvaða handverk sem þú hefur gert ert þú ánægðust með?
Ég get nú ekki gert upp á milli, þetta er allt jafn gaman, bara það sem er í vinnslu í það sinnið. En snjókarlarnir mínir eru settir upp um hver jól og einnig jóladúkur sem ég saumaði. Svo saumaði ég sauðskinnsskó og prjónaði leppa í þá. Á sínum tíma gerði ég merki hestamannafélagsinns Svaða. Veðurfarsteppi prjónaði ég og tók hitastigið á flugvellinum á Sauðárkróki og annað af flugvellinum á Siglufirði sem ég gaf mágkonu minni í afmælisgjöf.

Þess má geta að uppskrift að veðurfarsteppunum birtist í Bændablaðinu 10. mars 2016. Leikurinn gengur út á að taka hitastig á ákveðnum stað, alltaf á sama tíma dagsins í eitt ár, og prjóna eða hekla eina umferð í þeim lit sem við á en hver litur táknar ákveðið hitastig, t.d. 6-8°.

 

 

Veðurfarsteppi.  Ein af mörgum lopapeysum sem Bryndís hefur prjónað. Jólasveinar sem eru í uppáhaldi. Langömmuteppin fá öll gimbað teppi við fæðingu. Bryndís gerir mikið af að prjóna vettlinga. Prinsateppi. Vettlingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir