Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Nú fer hver að verða síðastur að senda inn tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra en líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með þær. Frestur til að senda inn ábendingar er á miðnætti á morgun.

Árni Björn Björnsson, vert á Sauðárkróki, var kjörinn maður ársins fyrir árið 2021 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2022.

Tilnefningum skal koma til Feykis á netfangið feykir@feykir.is í síðasta lagi fyrir miðnætti fimmtudagkvöldið 15. desember eða bréfleiðis á Borgarflöt 1 550 Sauðárkróki. Tilgreina skal fullt nafn og heimili, gera stutta grein fyrir viðkomandi einstaklingi og rökstyðja valið á einhvern hátt.

Fleiri fréttir