Minningartónleikar um Jónas Tryggvason

Jónas Tryggvason
Jónas Tryggvason

Tónleikar helgaðir minningu Jónasar Tryggvasonar frá Finnstungu í Blöndudal verða haldnir næstkomandi laugardag, 12 nóvember, í Blönduóskirkju. Að lokinni dagskrá þar verður boðið upp á kaffi og meiri  tónlist í boði Tónlistarskólans í Félagsheimilinu á Blönduósi.

Frá unga aldri söng Jónas með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps var stjórnadi og samdi lög fyrir kórinn og félaga sína þar. Sönghóp karla úr Lionsklúbbi Blönduóss æfði hann um árabil, kenndi söng við barnaskólann og spilaði við helgiathafnir á Héraðshælinu. Hann var brautryðjandi við stofnun Tónlistarfélags Austur-Húnvetninga og umsjónarmaður með tónlistarskóla héraðsins meðan kraftar hans entust.

Meðal efnis á tónleikunum mun Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytja lög eftir Jónas og frumflutt verða tvö ný lög við ljóð Jónasar. Þá mun  Ingi Heiðmar  Jónsson flytja minningabrot úr æfi Jónasar. Einnig mun Valgarður Hilmarsson fara yfir sögu Tónlistarskóla A-Hún og tónlistarfólk sem hóf nám við skólann og hafa helgað sig tónlist að meira eða minna leyti, svo og núverandi nemendur skólans flytja tónlist ásamt kennurum skólans.

Fleiri fréttir