Ofankomur sem ekki þarf að æsa sig yfir

Spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ komu saman til fundar í gær og fóru yfir spágildi síðasta mánaðar. Fundur hófst kl 14 og voru allir  fundarmenn, 13 talsins, mjög  sáttir með hvernig spáin gekk eftir. Nýtt tungl sem kviknaði 28. október í norðaustri er mánudagstungl og verður ríkjandi fyrir nóvember. Nýtt tungl kviknar síðan 26. nóvember og hafa fundarmenn góða tilfinningu fyrir því.

„Nóvember verður svipaður og október, það geta gert smá ofankomur en ekkert til að æsa sig yfir. Áttir áfram breytilegar, gæti gert smáskot hér og þar. Gömul kenning segir að veðrið í október segi til um veðurfar næstu þrjá mánuðina á eftir,“ segja spámenn og eins og vanalega láta veðurvísu fylgja með.

Í október hefst skólinn
að bjóða börnum heim.
Í nóvember er náttlangt,
í norðurljósageim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir