Olís breytir þjónustustöðvum í ÓB á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ
Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar ÓB. Þetta er liður í stefnu Olís að útvíkka þjónustu- og vöruframboð á þeim þjónustustöðvum sem eftir standa. Olís mun eftir fremsta megni lágmarka áhrif umræddra breytinga á þau nærsamfélög þar sem þjónustustöðvum verður breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar og hefur einnig komið fram að Olís mun leitast við að bjóða fastráðnu starfsfólki störf á öðrum starfstöðvum Olís eða hjá tengdum aðilum. Gert er ráð fyrir að breytingarnar eigi sér stað um miðjan september.
Unnið verður að því að finna rekstraraðila sem getur nýtt húsnæði Olís á Skagaströnd. Viðskiptavinum á svæðinu verður tryggt aðgengi að þeim vöruflokkum sem ekki er unnt að nálgast hjá öðrum rekstraraðilum á svæðinu, s.s. bílavörum og gasi. Þetta verður gert í gegnum umboðsmann Olís á Skagaströnd. Þá verður þjónustu fyrirtækjasviðs jafnframt viðhaldið á svæðinu.
/IÖF