Opið hús í listamiðstöðinni Nesi
Á morgun, föstudaginn 22. september verður opið hús í Listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd þar sem listamenn sýna vinnu sína. Í tilkynningu frá safninu segir að ef vel viðrar muni þang-konan kveikja upp í keramikofni utandyra. Opið verður milli kl. 16:00 og 18:00.