Opið hús í Nes listamiðstöð
Nes listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús í dag, fimmtudaginn 25. október, og munu listamenn sem dvelja í miðstöðinni kynna þar listsköpun sína. Húsið verður opið frá klukkan 16:00 til 18:00 og eru allir velkomnir þangað.
Listamennirnir sem sýna vinnu sína að þessu sinni eru:
Elia Hohauser Thatcher - Bandaríkjunum,
Etta Lilienthal - Bandaríkjunum,
Evelyn Rupschus - Þýskalandi,
Grit Sauerborn - Þýskalandi,
Jaime Ekkens - Bandaríkjunum,
Johanna van der Linden - Ástralíu,
Katrin Eichmann - Þýskalandi,
Lin Yang - Kína,
Madeline Clare - Bretlandi/Ástralíu,
Penny Coss - Ástralíu,
Tyler Witzel - Kanada.