Pottaskefill er ekki ánægður með uppþvottavélarnar

Pottaskefill eða Pottasleikir er fimmti jólasveinninn. Hann skóf eða sleikti skófirnar úr pottunum. Í gömlum heimildum má jafnframt finna nöfn á borð við Skefil og Skófnasleiki. Af öðrum pottasveinum sem fólk trúði á fyrr á öldum má nefna Syrjusleiki, en syrja er botnfallið sem myndast í pottum við suðu, til dæmis á slátri. Tekið af mjolk.is.
Pottaskefill eða Pottasleikir er fimmti jólasveinninn. Hann skóf eða sleikti skófirnar úr pottunum. Í gömlum heimildum má jafnframt finna nöfn á borð við Skefil og Skófnasleiki. Af öðrum pottasveinum sem fólk trúði á fyrr á öldum má nefna Syrjusleiki, en syrja er botnfallið sem myndast í pottum við suðu, til dæmis á slátri. Tekið af mjolk.is.

Pottaskefill var á ferðinni í rökkrinu í nótt og einhverjir segjast hafa séð hann sníglast í garðinum hjá sér. Þar hafi hann hreinsað heitu pottana svo vel að spegla mátti sig í þeim. Það er ekkert skrítið að þessir pottar verði fyrir valinu því flestir matarpottar landsins eru í uppþvottavélinni á þessum tíma. En það koma vonandi jól eins og Baggalútur söng hér um árið.

Sá fimmti, Pottaskefill,
Var skrítið kuldastrá.
‐Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á. 

Þau  ruku´upp, til að gá að 
hvort gestur væri á ferð. 
Þá flýtti ´ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.

Á heimasíðu Jólamjólkur getið þið prentað út uppáhalds jólasveininn ykkar og litað hann. Sjá HÉR.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir