Rækjublús - smásögur frá Blönduósi, er komin út

Smásagnabókin „Rækjublús“ eftir Ólaf Tómas Guðbjartsson er komin út. Höfundur sagnanna er Ólafur Tómas Guðbjartsson sem ólst upp á Blönduósi og inniheldur bókin tólf smásögur sem gerast þar á árunum milli 1986 og 1999.  

Höfundur hefur þetta um sögurnar að segja:

"Sumar hverjar eru yfir tíma hafnar og enn aðrar yfir alla skynsemi. Smásögurnar eru samlímdar minningar ungs manns sem reyndi að gera sitt besta til þess að njóta lífsins á furðulegum stað. Lítið þorp sem státaði meðal annars af óvenjulega forvitnu fólki sem hélt fullkominni sjón milli aðeins tveggja millimetra rifa á rimlagardínum, sundlaug með klórmagni sem hefði kallað fram lokaeinkenni húðsjúkdóms Michael Jacksonar á korteri, lyftingasal sem varðveitti DNA sýni flest allra þorpsbúa í þykku teppi og tveimur ágætis bensínsjoppum. Og síðan mér.

Með stallklippingu, hauskúpu-eyrnalokk, útstæðar geirvörtur og brotna framtönn reyndi ég að leggja þetta allt á minnið."

Bókin er framleidd í litlu upplagi og er til sölu í versluninni Hitt og þetta handverk í Aðalgötu 8.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir