Sami hreindýraveiðikvóti í ár

Mynd: Johannes Jansson/norden.org.
Mynd: Johannes Jansson/norden.org.

Hreindýrakvóti ársins 2019 verður sá sami og á fyrra ári þar sem heimilt verður að veiða allt að 1451 dýr á árinu, 1043 kýr og 408 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Þá hefur ráðuneytið verið með í skoðun áhrif kúaveiða á kálfa. Niðurstöður þeirrar athugunar geta mögulega haft áhrif á veiðitíma hreindýra, sem kveðið er á um í reglugerð.

Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir