SjávarSæla í fullum gangi á Sauðárkróki

Málmey siglir úr höfn á Sauðárkróki nú í hádeginu þéttskipuð gestum. MYND: ÓAB
Málmey siglir úr höfn á Sauðárkróki nú í hádeginu þéttskipuð gestum. MYND: ÓAB

Hátíðarhöld í tilefni af sjómannadegi hófust k. 10 í morgun á Sauðárkróki en þá var startað með dorgveiðikeppni og veitt verðlaun fyrir lengsta fiskinn. Nú í hádeginu fór fjöldi fólks skemmtisiglinga út á Skagafjörð með Málmey og þegar komið var til hafnar á ný nú rétt fyrir eitt, þá hófst fjölskylduhátíð á bryggjunni.

Þar er ýmsilegt gert til gamans, hoppukastiali, andlitsmálning, útileikir, tónlistaratriði og þar fram eftir götunum. Hátíðin á bryggjunni stendur til þrjú en í kvöld verður SjávarSæla í íþróttahúsinu en þangað býður Fisk Seafood starfsfólki og mökum og aðrir sjómenn og velunnarar geta pantað miða á kvöldverð, skemmtun og ball.

Klukkan 23 er síðan slegið upp balli með úrvals Danssveit Dósa en þar er 18 ára aldurstakmark.

Sjómannadagsdagskrá er í fullum gangi á Skagaströnd og fram á morgundaginn en einnig er hátíðardagskrá á Hofsósi og Hvammstanga á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir