Skarphéðinn Húnfjörð maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Skarphéðinn (t.h) fékk afhendan viðurkenningarskjöld frá fulltrúa Húnahornsins. Mynd: huni.is.
Skarphéðinn (t.h) fékk afhendan viðurkenningarskjöld frá fulltrúa Húnahornsins. Mynd: huni.is.

Lesendur Húnahornsins hafa valið Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson, skólastjóra Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu, sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2016. „Skarphéðinn hefur í meira en aldarfjórðung skipað stóran sess í tónlistar- og skemmtanalífi Austur-Húnvetninga og er það mikil gæfa fyrir héraðið að eiga hann að,“ segir í frétt á Húnahorninu.

Eins og venja er var tilkynnt um niðurstöðuna í valinu á þorrablóti Vökukvenna í kvöld og tók Skarphéðinn þar við viðurkenningarskildi og gjöf frá Húnahorninu. Þetta er í tólfta sinn sem lesendur Húnahornsins velja manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu, eins og greint er frá á Húnahorninu.

Fleiri fréttir