Sóldís með tvenna tónleika í dag, á Skagaströnd og Hvammstanga

Kvennakórinn Sóldís rúntar um Húnavatnssýslur í dag með Eurovision-stemningu sína en sungið verður í Hólaneskirkju á Skagaströnd kl. 15:00 en þaðan liggur leiðin á Hvammstanga þar sem tónleikar hefjast kl. 20:00 í félagsheimilinu.

Söngstjóri Helga Rós Indriðadóttir.
Hljómsveit: Rögnvaldur Valbergsson, Steinn Leó Sveinsson og Sigurður Björnsson.
Þverflauta: Anna Karítas Ingvarsdóttir
Einsöngvarar: Elín Jónsdóttir, Gunnhildur Gísladóttir, Kristvina Gísladóttir og Ólöf Ólafsdóttir.

Tónleikar Sóldísar bera yfirskriftina Eitt lag enn, Eurovision – glimmer og gleði, sem sagt góð uppskrift að skemmtilegum tónleikum.
„Við erum með Eurovision lög á dagskránni og það er alltaf gleði í kringum Eurovision og ekki síður glimmer. Helgu Rós, kórstjóra og okkur í kórnum, fannst þessi lög kalla á hljómsveit og hann Rögnvaldur okkar fékk góða spilara með í bandið,“ sagði Drífa Árnadóttir, formaður kórsins, í samtali við Feyki fyrir konudagstónleikana, en nýlunda er að hljómsveit spili undir hjá kórnum.

Samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðu kórsins fer miðasala fram við inngang og aðgangseyrir 4.000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir