Stekkjastaur kom í nótt -

Stekkjarstaur kemur fyrstur jólasveinanna. Hann var sagður sjúga mjólk úr kindum en hafði staurfætur á báðum svo heldur gekk það brösuglega. Stekkur er gamalt heiti á sérstakri fjárrétt og þaðan dregur sveinninn nafn sitt.
Af heimasíðu Jólamjólkur.
Stekkjarstaur kemur fyrstur jólasveinanna. Hann var sagður sjúga mjólk úr kindum en hafði staurfætur á báðum svo heldur gekk það brösuglega. Stekkur er gamalt heiti á sérstakri fjárrétt og þaðan dregur sveinninn nafn sitt. Af heimasíðu Jólamjólkur.

Í tilefni af komu fyrsta jólasveinsins fáum við Borgardætur til að syngja fyrir okkur um jólasveininn okkar. Það eru þær Andrea Gylfadóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir sem skipa sönghópinn Borgardætur en jólaplatan þeirra kom út árið 2000.

Jóhannes úr Kötlum orti um jólasveinana eins og allir vita og þessi kom í nótt:

Stekkjastaur kom fyrstur, 
stinnur eins og tré. 
Hann laumaðist í fjárhúsin 
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar, 
‐þá varð þeim ekki um sel, 
því greyið hafði staurfætur, 
‐það gekk nú ekki vel.

 

Á heimasíðu Jólamjólkur er hægt að taka þátt í verðlaunagetraun á hverjum degi fram til jóla. Sjá HÉR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir