Stella í Orlofi aftur á svið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
18.03.2024
kl. 14.50
gunnhildur@feykir.is
Gleðifréttir fyrir þau ykkar sem misstuð af Stellu í Orlofi í uppsetningu unglingastigs Grunnskólans austan Vatna. Því miðvikudaginn 20. mars kl. 20:00 gefst ykkur tækifæri til að sjá þessa frábæru uppsetningu.
Fleiri fréttir
-
Iðunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra
Iðunn Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra atvinnu-, menningar- og kynningarmála. Alls bárust 12 umsóknir um starfið, þar af dró einn umsókn sína til baka. Verkefnastjóri er starfsmaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og mun hafa umsjón með verkefnum á sínu starfssviði, ásamt umsjón með skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum sveitarfélagsins og ýmsum öðrum menningarviðburðum. Auk þess verður verkefnastjóri með umsjón með heimasíðum, komum skemmtiferðaskipa, félagsheimilum og fleira.Meira -
Leikur í Síkinu í kvöld
Fyrsti heimaleikurinn er í kvöld 12. september og hefst leikurinn 19:15. Höttur ætlar að kíkja í Síkið og spila æfingaleik við karlalið Tindastóls. Rétt er að minna á að sala árskorta er í fullum gangi.Meira -
Staðfestir eldislaxar í fjórum húnvetnskum laxveiðiám
Á vef Húna segir að í sameiginlegri tilkynningu frá Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar, um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa nú í sumar, kemur fram að búið er að taka sýni og senda til erfðagreiningar sýni úr 30 löxum. Af þeim eru tíu fiskar staðfestir eldislaxar og því 20 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Hrútafjarðará, Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Reykjadalsá í Borgarfirði og Haukadalsá. Sýni úr þremur löxum eru í erfðagreiningu.Meira -
Hollir og góðir grautar ásamt orkumiklum hádegismat | Matgæðingur Feykis
Matgæðingur vikunnar í tbl. 19 var Guðbjörg Bjarnadóttir, íslensku- og jógakennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Króknum og er hún gift Sigurjóni Arthuri Friðjónssyni. Guðbjörg hefur frá því um tvítugt haft mikinn áhuga á öllu því sem stuðlar að heilbrigði og þá ekki síst á hollu og hreinu mataræði, stundum við litla hrifningu annarra fjölskyldumeðlima. Til dæmis þegar hún var að prófa sig áfram með baunarétti og sojakjöt hér á árum áður.Meira -
Samningar undirritaðir um hönnun nýrrar miðstöðvar skagfirskrar lista- og safnastarfsemi
Síðastliðinn þriðjudag skrifuðu Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar og Þorvarður Lárus Björgvinsson framkvæmdastjóri Arkís arkitekta undir samning um hönnun byggingar nýs menningarhúss í Skagafirði og tilheyrandi endurbóta á eldra húsnæði Safnahúss Skagfirðinga. Samkvæmt samningnum eru skil útboðsgagna fyrir jarðvinnuútboð 15. mars 2026 og skil endanlegra útboðsgagna fyrir aðra hluta verkefnisins 15. maí 2026. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við nýtt menningarhús verði lokið fyrir árslok 2027.Meira