Stóllinn kominn á netið

Kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllnum, var dreift í hús á Króknum í vikunni og hægt er að nálgast blaðið á nokkrum útvöldum stöðum í Skagafirði. Nú er búið að skella því á netið og hægt að lesa blaðið eða skoða myndirnar með því að smella á Stólinn hér á forsíðu Feykis.is.

Þau hundfúlu mistök urðu við gerð Stólsins að það fórst fyrir að koma Kristínu Höllu Eiríksdóttur fyrir í leikmannakynningu kvennaliðsins og er beðist velvirðingar á því. Hún er þó komin á sinn stað í rafrænu útgáfunni.

Þá er bara að vona að stuðningsmenn Tindastóls hafi nokkurt gaman af Stólnum.

Hægt er að skoða blaðið með því að smella hér >

Fleiri fréttir