Sveitarstjóraskipti á Skagaströnd

Magnús B. Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd við vinnu sína á sveitarstjórnarskrifstofunni 28. nóvember 2002. Mynd: Myndasafn.skagastrond.is
Magnús B. Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd við vinnu sína á sveitarstjórnarskrifstofunni 28. nóvember 2002. Mynd: Myndasafn.skagastrond.is

Sveitarstjóraskipti urðu á Skagaströnd í gær þegar Alexandra Jóhannesdóttir tók  við starfi sveitarstjóra af Magnúsi B. Jónssyni sem gegnt hefur starfinu óslitið i rúm 28 ár eða frá því í júní 1990. Á sveitarstjórnarfundi í gær var Magnúsi þakkað samstarfið og vel unnin störf í þágu samfélagsins á Skagaströnd og jafnframt var Alexandra boðin velkomin til starfa.

Í bókun sveitarstjórnar segir: „Magnús er að enda 28 ára feril sem sveitarstjóri og hafði þar á undan setið í átta ár í sveitarstjórn sveitarfélagsins. Hann hefur því helgað stórum hluta starfsæfi sinna samfélags- og sveitarstjórnarmálum á Skagaströnd og í A-Hún og ávallt verið ákaflega farsæll í starfi. Sveitarstjórn óskar Magnúsi velfarnaðar í störfum hans um ókomna tíð og vonast til að samfélagið á Skagaströnd fái áfram að njóta krafta hans í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.“

Magnús þakkaði sveitarstjórn fyrir ánægjulegt samstarf og fyrir falleg orð og góðar óskir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir