Sýslumaður Íslands verður á Húsavík
Morgunblaðið greinir frá því í dag að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra sé búinn að ákveða hvar sýslumaður Íslands verði staðsettur eftir boðaða sameiningu allra sýslumannsembætta landsins undir eina stjórn. Er ákvörðun ráðherra m.a. byggð á greiningu Byggðastofnunar.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti í sumar drög að frumvarpi um sameiningu sýslumannsembættanna níu undir eina stjórn, og segir í frétt Mbl.is að hann hafi strax lýst yfir að sýslumaður Íslands yrði staðsettur á landsbyggðinni.
„Jafnframt var Byggðastofnun falið að leggja mat á staðina og svæðin. Ráðherra hefur nú sent erindi á þingflokka stjórnarflokkanna um niðurstöðu sína. Hann staðfesti við Morgunblaðið að staðurinn væri Húsavík.“
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.