Þrjú spennandi námskeið hjá Farskólanum

Á næstunni ætla stéttarfélögin Aldan, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Sameyki (SFR), Samstaða og Kjölur að bjóða félagsmönnum sínum upp á þrjú skemmtileg og fræðandi námskeið sem haldin verða á þremur stöðum á Norðurlandi vestra; Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki. Námskeiðin eru  öllum opin en ókeypis fyrir félagsmenn þesssara félaga. 

Námskeiðin þrjú sem um ræðir eru

  • Veður og veðurfarsbreytingar á Norðurlandi vestra. Þar mun Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, m.a fjalla um veðurspár og einkenni veðurlags við Húnaflóa og Skagafjörð og boðaðar veðurlagsbreytingar og hugsanleg áhrif þeirra.
  • Nytjagarðurinn. Auður Ottosen, garðyrkjufræðingur, fjallar um ræktun og umönnun mat- og kryddjurta, berjarunna og ávaxtatrjáa.
  • Smáréttir við öll tækifæri. Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari, kennir nokkrar útfærslur á smáréttum sem henta við hin ýmsu tækifæri.

Nánari lýsingar og upplýsingar um verð og skráningu er að finna á heimasíðu Farskólans, www.farskolinn.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir