Þrjú verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrk úr Matvælasjóði

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti fyrstu úthlutun Matvælasjóðs í morgun en alls hljóta 62 verkefni styrk að fjárhæð allt að 480 milljónir en sjóðnum bárust 266 styrkumsóknir. Hægt er að horfa á upptöku frá úthlutuninni hér, en hún var í beinu streymi. 

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Sjóðurinn hefur fjóra styrktarflokka. Þeir eru:

Bára: Styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkþegar geta verið fyrirtæki sem stofnuð á síðustu fimm árum, sem og frumkvöðlar sem vilja þróa hugmynd, hráefni eða aðferðir sem tengjast íslenskri matvælaframleiðslu.
Kelda: Styrkir verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar sem styður við markmið sjóðsins um nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu.
Afurð: Styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar. Styrkveitingar miða að því að gefa styrkþegum tækifæri til að móta og þróa afurðir úr hráefnum sem falla til við matvælaframleiðslu og stuðla þar með að verðmætasköpun.
Fjársjóður: Styrkir verkefni sem hafa það markmiði að styrkja markaðsinnviði og stuðla að markaðssókn afurða tengdum íslenskri matvælaframleiðslu.

Alls hlutu þrjú verkefni af Norðurlandi vestra styrk. Í flokknum Bára voru:

Brjálað gimbrin með verkefnið Ærkjöt – betri nýting -  1 milljón króna.
Embla Dóra Björnsdóttir með verkefnið Fíflarót – allra meina bót - 3 milljónir króna.

Í flokknum Fjársjóður hlaut eitt verkefni á svæðinu styri:

Pure Natura með verkefnið Markaðssókn á fæðubótaefnum unnum úr hliðarafurðum í sauðfjárrækt - 15,4 milljónir króna.

Nánar um úthlutunina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir