Þvaran sleip í höndum Þvörusleikis

Þvörusleikir kom í nótt og gaf börnum smotterí í skóinn. Hann varð hins vegar alveg ruglaður þegar hann mætti Geir Ólafs þar sem hann söng lag á færeysku og kallaði jólasveininn jólamavinn. Lagið heitir Jólamavurinn tjemur í kveld og var m.a. sungið í þætti Jóns Kristins Snæhólm „Í Kallfæri“ á sjónvarpsstöðinni ÍNN fyrir áratug.
Sá fjórði, Þvörusleikir,
Var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
Þegar eldabuskan fór.
Þá þaut hann eins og elding
Og þvöruna greip.
Og hélt með báðum höndum ,
Því hún var stundum sleip.
Á heimasíðu Jólamjólkur er hægt að taka þátt í skemmtilegum leik. Sjá HÉR.