Úlfur Úlfur með nýtt myndband við lagið Myndi Falla

Snippuð mynd af myndbandinu
Snippuð mynd af myndbandinu

Vísir.is frumsýndi í dag myndband við lagið Myndi Falla af nýjustu plötu sveitarinnar, Hamfarapopp. Platan er fjórða plata rappdúettsins en hana skipa Skagfirðingarnir Arnar Freyr og Helgi Sæmundur Guðmundsson. Í samtali við vísir.is segir Arnar Freyr „Við höfum gert nokkur helvíti góð myndbönd með Magga Leifs en þetta er okkar besta verk hingað til, ekki spurning,“  Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson en hann á heiðurinn af eftirminnilegum myndböndum strákanna, meðal annars við lögin Tarantúlur, Brennum Allt og Bróðir.

Útgáfa myndbandsins er liður í að fylgja eftir plötunni sem kom út í október og eru útgáfutónleikar næst á dagskrá í Gamla bíói þann 5. apríl nk.

Sjón er söguríkari....

Þór Elíasson sá um kvikmyndatöku, Sigurður Eyþórsson klippti, Tinna Ingimars sá um gervahönnun, Brynja Skjaldar gerði búninga, Aron Martin Ásgerðarson gerði leikmynd og Undir sáu um tæknibrellur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir