Upplestur á Heimilisiðnaðarsafninu og bókakynning á Héraðsbókasafninu á Blönduósi

Höfundarnir Jón Björnsson frá Húnsstöðum, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, frá Æsustöðum og Sigurður Pétursson frá Merkjalæk, munu kynna nýútkomnar bækur sínar og lesa upp úr þeim í Heimilisiðnaðarsafninu, sunnudaginn 25. nóv. kl. 15.00. Eftir lesturinn verður gestum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.

Mánudaginn 26. nóv. kl. 17:00 mun Sigurður Pétursson svo kynna bókaútgáfuna Merkjalæk og þær bækur sem hafa komið út á vegum þess á Héraðsbókasafninu á Blönduósi.

Allir eru velkomnir og heitt á könnunni á báðum stöðum.

Fleiri fréttir