feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 07.05.2025
kl. 14.54 oli@feykir.is
„Ég er mjög bjartsýnn á þennan hóp stráka. Við erum að koma seint saman en á þeim stutta tíma sem við höfum verið saman höfum við stigið stór skref í rétta átt,“ segir Dominic Furness, þjálfari Kormáks Hvatar þegar Feykir spurði hann hvort hann teldi að hópurinn hans væri að smella saman fyrir sumarið.
Refur lagðist á lömb á Stekkjarflötum í Austurdal, (Austurdalur er talinn byrja við Grjótá, svo bærinn telst ekki til Kjálka) í vikunni og urðu bændur þess varir aðfaranótt þriðjudags að lömb væru farin að hverfa af túninu og ummerki um aðfarir rebba sáust.
Garðlönd sveitarfélagsins á Sauðárkróki, Varmahlíð (upp við Reykjarhólsskóg) og Hofsósi (Grafargerði) verða til reiðu á næstu dögum og gaman að segja frá því að þetta er á sömu staðsetningum og síðast.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 06.05.2025
kl. 15.38 oli@feykir.is
Í gærkvöldi varð ljóst hverjir andstæðingar Tindastóls verða í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfunni. Þá áttust Stjarnan og Grindavík við í oddaleik en leikir liðanna höfðu verið æsispennandi og það varð engin breyting á því í gær. Það var lið Stjörnunnar sem hafði betur eftir dramatík í lokin. Fyrsti leikurinn í einvígi Tindastóls og Stjörnunnar verður í Síkinu á fimmtudaginn.
Fullyrðingar Kristins Hrafnssonar hjá Wikileaks um að auðmenn ráði öllu sem þeir vilji á Íslandi og að lögreglan hér á landi þjóni þeim standast enga skoðun. Nægir í því sambandi að benda á þann fjölda auðmanna sem rannsakaðir hafa verið af lögreglunni, sóttir til saka og sakfelldir frá bankahruninu haustið 2008. Enn eru slík mál í gangi í dómskerfinu meira en 16 árum síðar og verið árum saman. Vægast sagt ómaklega er vegið að lögreglunni í þessum efnum.
Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum og renndu á Krókinn í vor blíðunni til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á farsanum Flæktur í netinu eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Fínasta útfærsla og skemmtileg kvöldstund.
1.maí hefur löngum verið dagur samstöðu, baráttu og vonar. Þetta er dagur verkalýðsins sem hefur lengi barist fyrir betri kjörum, styttri vinnudegi, mannsæmandi launum og auknu öryggi á vinnustöðum. En þessi dagur er líka áminning um að baráttan er ekki búin, hún heldur áfram í nýjum myndum, með nýjum áskorunum og nú á Kvennaári 2025 hefur hún aldrei verið mikilvægari.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.