Vaxkertin ekki góð til átu

Kertasníkir er þrettándi jólasveinninn. Hann er gríðarlega veikur fyrir tólgarkertum og vill helst éta þau. Hins vegar finnst honum loginn af þeim líka afskaplega fallegur og er því oft tvístígandi. Í eldri heimildum er hann stundum kallaður Kertasleikir. Tekið af mjolk.is.
Kertasníkir er þrettándi jólasveinninn. Hann er gríðarlega veikur fyrir tólgarkertum og vill helst éta þau. Hins vegar finnst honum loginn af þeim líka afskaplega fallegur og er því oft tvístígandi. Í eldri heimildum er hann stundum kallaður Kertasleikir. Tekið af mjolk.is.

Það er bjart yfir þrettánda jólasveininum í dag enda með fangið fullt af kertum. Kertasníkir heitir sá sveinn og er síðastur Grýludrengja til mannabyggða. Hann segist glaður yfir því að fleiri og fleiri eru farnir að nota tólgarkerti því ekki er bara heillandi að horfa í rauðann logann heldur er einnig yndislegt að naga tólgina og fá ómetanlegar hitaeiningar í svartasta skammdeginu.

Þar sem nú er aðfangadagur er tilvalið að fá Helgu Möller og Jóhann Helgason, Þú og Ég, til að syngja lagið Aðfangadagskvöld eftir Gunnar Þórðarson. Höfundur texta er hinn bráðsnjalli Þorsteinn Eggertsson.

Þrettándi var Kertasníkir,
-þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.

Hann elti litlu börnin,
sem brostu glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.

Vonandi hefur vel tekist til með jólatréð hjá öllum en á  heimasíðu Jólamjólkur er hægt að leika sé við að skreyta rafrænt tré. Því miður er ekkert kerti til að setja á tréð fyrir Kertasníki, bara perur. Sjá HÉR.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir