Vel mætt á jólabókakvöld Gleðibankans á Skagaströnd

Vel var mætt á jólabókakvöld Gleðibankans. Mynd: Árni Geir, sótt á Húni.is.
Vel var mætt á jólabókakvöld Gleðibankans. Mynd: Árni Geir, sótt á Húni.is.
Jólabókakvöld Gleðibankans á Skagaströnd var 

haldið í Bjarmanesi í síðustu viku. Fjölmenni sótti viðburðinn og átti saman notalega kvöldstund. Heimamenn lásu úr nýútkomnum bókum, Útkalli, Sagnaseiði, Kaupthinking, Geðveikt með köflum, Rassafari á steini og fleirum. Tónlistarflutning annaðist Ingeborg Knøsen. Frá þessu er sagt á húni.is.

 

 

 

 

 

 
 

Um þessar mundir fagnar Gleðibankinn tíu ára afmæli sínu en hann var stofnaður árið 2008 af tæplega 70 manns í Bjarmanesi á Skagaströnd.

Bankinn á sína eigin stofnskrá og er ein merkasta greinin í henni sú að bankinn getur aldrei farið á hausinn. Stofnfé hans er um það bil 70 þúsund bros þar sem hver hluthafi á hlutabréf upp á 1.000 bros. Á stofnfundinum í desember 2008 reyndist engum erfitt að standa í skilum með greiðsluna, segir ennfremur á húni.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir