Vínbúðin á Blönduósi á nýjum stað

Jóhannes Torfason hjá Ámundakinn færir Stefáni ríkisstjóra „lykilinn“ að nýja húsnæðinu. MYND AF HÚNA.IS
Jóhannes Torfason hjá Ámundakinn færir Stefáni ríkisstjóra „lykilinn“ að nýja húsnæðinu. MYND AF HÚNA.IS

Húnahornið flytur frétt af því að í síðustu viku flutti Vínbúðin á Blönduósi í húsnæði Ámundakinnar að Húnabraut 4, eftir að hafa verið nokkur ár á Húnabraut 5. Vínbúðin flytur því í mun stærra rými og getur boðið Húnvetningum og gestum þeirra fjölbreyttara úrval af guðaveigum. Þá verður aðgengi eins og best verður á kosið, svo og nálægð við aðra þjónustu.

Eins og sagt hefur verið frá á Húnahorninu á undanförnum vikum, hafa nú fjórir aðilar hafið starfsemi í húsnæði Ámundakinnar á Húnabraut 4. Vegna Covid-19 hefur ekki verið unnt að fagna þessu með viðeigandi hætti en það mun líklega verða gert síðar.

Fyrra húsnæði Vínbúðarinnar að Húnabraut 5 var upphaflega byggt af Húna bakara til að hýsa eina af fyrstu kjörbúðum landsins og síðar Búnaðarbankann.

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir