Vinnuslys við löndun á Skagaströnd

Frá Skagastrandarhöfn.
Frá Skagastrandarhöfn.

Maður­ sem slasaðist við lönd­un á Skaga­strönd í gær og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Land­spít­ala Há­skóla­sjúkra­hús. Samkvæmt mbl.is er maðurinn ekki á gjörgæslu en nánari upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. 

Tilkynning um slysið barst klukk­an 11:52 í gærdag en maðurinn, sem er um fertugt, slasaðist við lönd­un um borð í tog­ara. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var send til móts við sjúkra­bíl og flutti manninn frá Laugarbakka til Reykjavíkur. Greiðlega gekk að flytja hinn slasaða um borð í þyrluna og lenti hún um kort­er í tvö.

Í frétt Mbl.is kemur fram að aðgerðir hafi hratt og vel fyrir sig. 

Fleiri fréttir