Skagabyggð hlaut styrk vegna Verndun Kálfshamarsvíkur
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
30.04.2024
kl. 10.44
Skagabyggð hlaut fyrir helgi styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 3.600.000 kr. vegna verkefnisins Verndun Kálfshamarsvíkur sem miðar að því að hreinsa í burtu núverandi girðingar á deiliskipulagssvæðinu og girða svæðið af upp á nýtt. Einnig á að hnitsetja og merkja um 3 km langa gönguleið og setja tréstíga yfir blautustu svæðin á þeirri leið.
Meira