Ófærð á vegum og leik frestað á Stykkishólmi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.04.2024
kl. 13.35
Þriðju helgina í röð er leiðindaveður á landinu með erfiðri færð. Nú um klukkan eitt í dag voru Öxnadalsheiði og vegurinn yfir Þverárfjall lokaðir vegna óveðurs og víða skafrenningur og hvassviðri. Af þessum sökum hefur leik kvennaliða Snæfells og Tindastóls, í fyrstu umferð í úrslitakeppninni um sæti í efstu deild, verið frestað um sólarhring og verður leikinn annað kvöld.
Meira
