A-Húnavatnssýsla

17. júní fagnað í dag

Í dag eru 79 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni eru hátíðarhöld um allt land. Ekki láta íbúar á Norðurlandi vestra deigan síga í þeim efnum en vegleg dagskrá er á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga í tilefni dagsins. Feykir óskar Íslendingum nær og fjær til hamingju með daginn.
Meira

Ágúst Andrésson hættir hjá Kaupfélagi Skagfirðinga

Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eftir 27 ára starf fyrir félagið. Um það er samkomulag að Ágúst starfi hjá félaginu fram yfir sláturtíð í haust og verði svo til ráðgjafar ákveðinn tíma í framhaldinu.
Meira

Kormákur Hvöt og Reynir skildu jöfn í spennandi leik

Reynir Sandgerði mætti í sólina á Blönduósi í gær og atti kappi við Kormák Hvöt í þriðju deildinni í fótbolta. Bæði lið eru að berjast um dýrmæt stig í toppbaráttunni, Reynir í öðru sætinu en norðanmenn í því fjórða. Með sigri hefði Kormákur Hvöt skotist upp fyrir sunnanmenn en allt kom fyrir ekki eins og maðurinn sagði því leikurinn endaði án marka og röðin því óbreytt.
Meira

Vel gengur með hinn nýja Þverárfjallsveg í Refasveit

„Staðan er helvíti góð. Erum að fara að malbika á morgun [á miðvikudag] niður á tenginu við hringveginn og svo förum við að vinna í efri burðarlögum og klæðningum og vonandi verðum við byrjaðir að klæða þegar líður að júlí,“ sagði Ámundi Rúnar Sveinsson, verkstjóri Skagfirskra verktaka, er Feykir forvitnaðist um stöðuna á veginum sem er í byggingu frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd, og nýs Skagastrandarvegar frá nýjum Þverárfjallsvegi að Skagastrandarvegi norðan Höskuldsstaða 3,3 km að lengd. Einnig verða byggðar nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 km að lengd.
Meira

Umgjörð um almennt ökunám orðin stafræn

Nú er umgjörð almenns ökunáms (B-réttinda) orðin stafræn sem þýðir að að allir ferlar sem ökunemar, ökukennarar og ökuskólar nýta vegna námsins eru orðnir stafrænir og pappír heyri því að mestu sögunni til. Á heimasíðu innviðaráðuneytisins segir að markmiðið með verkefninu sé að einfalda ökunámsferlið, bæta þjónustu og fækka snertiflötum milli stofnana.
Meira

Alþjóðlegir riðusérfræðingar í Varmahlíð :: Fyrstu niðurstöður riðurannsókna kynntar

Eins og margir hafa fylgst með undanfarin misseri hefur hinn válegi búfjársjúkdómur, riða, herjað á fé bænda á Norðurlandi vestra með öllum þeim kostnaði og óþægindum sem honum fylgja. Sem betur fer eru önnur úrræði sjáanleg í nánustu framtíð en niðurskurður þeirra fjárstofna sem riða greinist í, eins og lög og reglur kveða á um hér á landi því alþjóðleg rannsókn er í gangi vegna veikinnar hér á landi. Miðvikudagskvöldið 21. júní kl. 20 hefur verið boðað til upplýsingarfundar í Miðgarði í Varmahlíð þar sem allir áhugasamir eru velkomnir. Þá er boðið upp á aukafund frá kl. 17 til 18:30 með enn meiri fróðleik þar sem fundarmönnum verður gefið tækifæri til að spyrja spurningar og „ræða málin“ beint við vísindamennina.
Meira

Leikmaður Kormáks/Hvatar í bann fyrir að bíta andstæðing

Í leik milli Kára og Kormáks/Hvatar sem fram fór í Akraneshöllinni í sjöundu umferð 3. Deildar karla, fóru fimm rauð spjöld á loft. Leikurinn endaði 1-1 og var mikill hiti milli liðanna.
Meira

Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í sveitarfélögum í Húnavatnssýslum 2023-2026 - Útboð

Sveitarfélögin Húnaþing vestra, Skagaströnd og Skagabyggð óska eftir tilboðum í verkið: Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Húnavatnssýslum 2023-2026.
Meira

Valur með refsivöndinn gegn Stólum í Bestu deild kvenna

Stólastúlkur fengu rassskellingu á Origo vellinum í gær er þær mættu Val, efsta liði Bestu deildarinnar. Þetta var leikur kattarins að músinni þar sem Valskonur höfðu öll völd á vellinum og lönduðu 5-0 sigri.
Meira

Landbúnaðarháskóli Íslands tekinn við formennsku NOVA

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur tekið við formennsku NOVA University Network til næstu þriggja ára. Landbúnaðarháskóli Íslands tekur við af Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð (SLU) sem gegnt hefur formennsku á undanförnum árum.
Meira