A-Húnavatnssýsla

Hafnir á Skaga – verbúðarminjar og landbrot af völdum sjávar

Sumarið 2008 skráðu starfsmenn fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga minjar á Höfnum og Kaldrana á Skaga. Skráningin var hluti af heildarskráningu fornleifa í Skagabyggð, sem sveitarfélagið Skagabyggð stóð svo myndarlega að, á árunum 2008-2012. Fjölmargar minjar liggja meðfram strandlínu Hafna en þar var umfangsmikil útgerð um aldir og voru um 100 minjar skráðar meðfram strandlengjunni 2008. Við skráninguna var ljóst að þarna er víða mikið landbrot af völdum sjávar og það hafði bersýnilega sett mark sitt á minjar við sjávarbakkann og var því stór hluti minjanna metinn í hættu af þeim sökum.
Meira

Vel spilaður leikur milli tveggja góðra liða sem lögðu allt í þetta, segir Pavel eftir leik gærkvöldsins

Það var á erfiðan völl að sækja fyrir Tindastól í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í gær er liðin áttust við í Subway-deildinni í körfubolta. Tvö hörku lið sem tókust á í jöfnum og spennandi leik og úrslit réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Þar höfðu heimamenn betur og unnu með þriggja stiga mun. Það var mikið í húfi fyrir bæði lið að landa sigri, fyrir Þór að tryggja sig í úrslitakeppnina og heimavallarétturinn mikilvægi fyrir Tindastól en fjögur efstu liðin fá þann rétt í úrslitakeppninni.
Meira

Sóldís með tvenna tónleika í dag, á Skagaströnd og Hvammstanga

Kvennakórinn Sóldís rúntar um Húnavatnssýslur í dag með Eurovision-stemningu sína en sungið verður í Hólaneskirkju á Skagaströnd kl. 15:00 en þaðan liggur leiðin á Hvammstanga þar sem tónleikar hefjast kl. 20:00 í félagsheimilinu.
Meira

Þórarinn og Þráinn sigruðu í fimmgangi Meistaradeildar KS í gær :: Grípa þurfti til sætaröðun dómara til til að knýja fram sigurvegara

Þriðja mót Meistaradeildar KS fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þar sem 24 hestar spreyttu sig í fimmgangi. Á Facebooksíðu deildarinnar segir að margar góðar sýningar hafi litið dagsins ljós og keppnin verið jöfn og sterk. Eftir forkeppni leiddi Þórarinn Eymundsson með Þráin frá Flagbjarnarholti með einkunnina 7,30.
Meira

Guðmar Hólm Ísólfsson valinn á ný í U21 landslið Íslands í hestaíþróttum

Tveir nýir knapar hafa verið valdir inn í U-21 landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum að þessu sinni en það eru þau Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Guðný Dís Jónsdóttir úr Hestamannafélaginu Spretti Kópavogi og Garðabæ.
Meira

Haraldur Benediktsson hverfur af þingi og tekur við bæjarstjórastónum á Akranesi

Haraldur Benediktsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar en hann hefur verið alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi frá árinu 2013. Alger einhugur ríkir í bæjarstjórn um ráðningu Haralds sem segir Akranes vera eitt mest spennandi sveitarfélag landsins.
Meira

Sprotafyrirtæki skipa sér í forystu á alþjóðavísu í umhverfismálum, Alor þar á meðal

Sjö framúrskarandi og fjölbreytt sprotafyrirtæki hafa verið valin til þátttöku í Hringiðu 2023, viðskiptahraðal og samstarfsvettvang fyrir fyrirtæki á Íslandi, sem setja allan þungann á hringrásarhagkerfið og tryggja að auðlindum sé haldið í hagkerfinu. Alor er eitt þeirra fyrirtækja en það hefur sterk tengsl við Skgafjörð.
Meira

Í upphafi skyldi endinn skoða - Fuglavernd með málþing

Að beisla vindinn og nýta til rafmagnsframleiðslu getur hljómað vel í eyrum margra, sérstaklega þegar litið er til þeirrar loftslagsváar sem við stöndum frammi fyrir og nauðsyn þess að beina orkuframleiðsla inn á umhverfisvænni brautir. Litið er til grænna lausna í auknum mæli, en er nýting vindorka eins græn og haldið hefur verið á lofti?
Meira

Þörungaeldi er vaxandi grein

Á dögunum var kynnt skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi. Þar var komið inn á tækifæri og áskoranir í þörungaeldi á Íslandi. Í skýrslunni segir að þörungarækt í heiminum hafi færst í vöxt til að mæta aukinni eftirspurn og bæta framleiðslustýringu. Fjallað er um hvernig skipta megi þörungaeldi í tvær talsvert ólíkar undirgreinar, þ.e. smá- og stórþörungaframleiðslu og svo ólíkar aðferðir sem notaðar eru við ræktun, uppskeru og vinnslu.
Meira

Björg og Korgur fyrst í brautina í fimmgangi Meistaradeildar KS á morgun

Fimmgangur í Meistaradeild KS í hestaíþróttum, fer fram á morgun föstudaginn 17. mars í Reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki kl. 19:00. Ráslistinn er klár og mun ein af nýliðum deildarinnar, hin tvítuga Björg Ingólfsdóttir á Dýrfinnustöðum, mæta fyrst í brautina með Korg frá Garði. Björg er í landsliðshópi LH U-21 en í Meistaradeildinni keppir hún fyrir lið Equinics.
Meira