A-Húnavatnssýsla

„Til hvers að kaupa bók ef þú ætlar ekki að lesa hana?“

Bók-haldinu svarar að þessu sinni Kristjana Stefanía Jóhannesdóttir, eða bara Stella, en hún fæddist á Búðum við Fáskrúðsfjörð árið 1961. Fjölskyldan fluttist að austan á Sauðárkrók 1970 og Stella flutti í sveitina 1979 og býr nú á Stóra-Búrfelli í Austur-Húnavatnssýslu ásamt eiginmanni sínum, Jóni Gíslasyni, fyrrum oddvita í Húnavatnshreppi. Stella á fjögur börn og tvö barnabörn, er húsmæðraskólagengin og er „bara“ bóndi eða bóndakona, eins og sumir segja.
Meira

Riðusérfræðingarnir heillaðir af norðlenskum bændum

Eins og Feykir greindi frá nýlega, mætti stór hópur erlendra vísindamanna á upphafssvæði riðuveiki vikuna 19. til 23. júní og fór í vettvangsferð í Svarfaðardalinn og Skagafjörðinn. Á lokafundinum voru allir sammála: Þeir voru heillaðir af brennandi áhuga sauðfjárbænda á efninu, af umfangsmikilli þekkingu þeirra um málin, af vilja þeirra að leysa málin á vísindalegan hátt. Þeim kom líka hinn sterki félagsandi bænda á óvart, náin tengsl þeirra við hjörðina sína, ástríðan og - í orðsins fyllstu merkingu - ódrepandi bjartsýni og seigla „riðubænda“ til að halda áfram þrátt fyrir að hafa misst kindurnar sínar í niðurskurði.
Meira

Samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hafa lengi átt farsælt samstarf á sviði fræðslu, rannsókna og nýsköpunar. Í gær var undirritað samkomulag um að efla samstarfið enn frekar með formlegri stofnun faghópa til að vinna að málefnum búgreina og faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál.
Meira

Ámundakinn er bakhjarl og hvati til að efla atvinnu- og mannlíf

Á Húnahorninu undir lok júnímánaðar mátti lesa um aðalfund Ámundakinnar ehf. en hann var haldinn 14. júní síðastliðinn í Eyvindarstofu á Blönduósi. Félagið stundar útleigu fasteigna og er þátttakandi í rekstri fyrirtækja á starfssvæði sínu. Rekstrartekjur félagsins í fyrra, samkvæmt ársreikningin, námu 138 milljónum króna og hækkuðu um 2,2% milli ára. Rekstrargjöld námu 80,4 milljónum og hækkuðu um 9,5%.
Meira

Skýjaþjónusta IBM til liðs við Borealis Data Center

Húnahornið segir frá því að Borealis Data Center, sem rekur gagnaver á Blönduósi, Reykjanesi og í Reykjavík, hefur gert samning við IBM Cloud um að hýsa hluta skýjaþjónustu IBM á Íslandi. „Það gerir viðskiptavinum fyrirtækjanna kleift að bjóða viðskiptavinum sínum aðgang að grænni skýjaþjónustu hér á landi, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Markmiðið með samningnum er að finna sjálfbæra leið fyrir alþjóðlegt fyrirtæki sem vill lækka kolefnisspor sitt með því að veita umhverfisvæna skýjaþjónustu,“ segir í fréttinni.
Meira

Olga Vocal Ensemble á Hótel Blönduósi laugardaginn 8. júlí kl. 21:00

Í ár fagnar Olga Vocal Ensemble 10 ára starfsafmæli og af því tilefni ætlar hópurinn að halda tónleika víðs vegar um Ísland.
Meira

Listakot Dóru - Þemasýningin Óskasteinninn í Tindastól opnar 8. júlí

Þemasýningin Óskasteinninn í Tindastól opnar 8. júlí klukkan 13.00. Sýningin verður til 7. september á opnunartíma gallerísins, sem er alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00.
Meira

Skrapatunga á Laxárdal :: Torskilin bæjarnöfn

Ekki verður annað sjeð, en að Skrapa-tungunafnið komi fyrst upp eftir aldamótin 1400. Fram að þeim tíma hefir bærinn heitið Tunga. Annars skal geta þess að nálega allir Tungubæir hafa heitið aðeins Tunga í öndverðu, en forliður Tungunafnanna komið upp einhverntíma seinna.
Meira

Fimm ára að hlusta á In the Mood með Glenn Miller / SIGURDÍS

Feykir sagði frá því fyrir skömmu að Sigurdís Sandra Tryggvadóttir hefði í vor sent frá sér ábreiðu af laginu I Get Along With You Very Well eftir Hoagy Carmichael. Það var því um að gera að plata Sigurdísi í að svara Tón-lystinni í Feyki. Hún er búsett í Óðinsvéum í Danmörku, fædd árið 1993 og alin upp í Ártúnum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar eru Tryggvi Jónsson og Jóhanna Magnúsdóttir.
Meira

Húnvetningar miklu meir' en spenntir eftir sigur á Magna

Lið Kormáks/Hvatar heldur áfram að brillera í 3. deildinni nú í sumar og eftir sterkan sigurleik á liði Magna frá Grenivík í gærkvöldi þá er liðið nú í öðru sæti 3. deildar með 20 stig að loknum tíu umferðum. Deildin er skemmtilega jöfn og augljóst að ekki er hægt að bóka neinn sigur fyrirfram. Niðurstaðan á Blönduósvelli 2-1 sigur og Húnvetningar miklu meir' en spenntir eftir iðnaðarsigur á Magna.
Meira