Sameiginleg lið Kormáks og Tindastóls í 7.flokki í körfubolta að stíga sín fyrstu skref á fjölliðamótum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
16.03.2023
kl. 09.28
Ofurspenntir krakkar í sameiginlegum liðum Kormáks og Tindastóls í 7. flokki brunuðu á fjölliðamót síðustu helgi, stúlknahópurinn spilaði í Borganesi í d-riðli og drengirnir í vesturbænum í f-riðli. Þarna voru á ferðinni krakkar sem voru að taka sín fyrstu skref í keppnisferð á körfuboltavellinum. Það mátti sjá framfarir eftir hvern leik því reynslan sem krakkarnir taka frá þessum mótum er gífurlega mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu bæði hjá einstaklingunum og liðsheildinni.
Meira