A-Húnavatnssýsla

17. júní í sameinaðri Húnabyggð

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var í gær og að sjálfsögðu var haldið upp á þann mæta dag um allt land og þótt víðar væri leitið. Í nýja sveitarfélaginu Húnabyggð var eðlilega haldið upp á daginn í fyrsta sinn. Bæði Húnvetningar og Skagfirðingar fengu raunar pínu löðrung frá veðurguðunum sem skelltu í rigningu og rok í tilefni dagsins.
Meira

Eyfirðingar reyndust sterkari þegar þeir mættu Kormáki/Hvöt

Lið Kormáks/Hvatar heimsótti Dalvík í gær þar sem sameinaðir Húnvetningar mættu sameinuðum Árskógsstrendingum og Dalvíkingum. Heimamenn hafa farið vel af stað í 3. deildinni og tróna á toppnum eftirsótta. Þeir slógu ekkert af í gærkvöldi og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu 25 mínútunum. Þegar upp var staðið höfðu þeir sigrað 4-2 og sendu Kormák/Hvöt niður í fallsæti.
Meira

Umhverfisvæn orkuöflun og orkunýting til húshitunar og orkuskiptin

Fyrir Alþingi hefur legið frumvarp til breytingar á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Í frumvarpinu er lagt til að styrkir verði í formi eingreiðslu til íbúðareigenda sem fjárfesta í tækjabúnaði er leiðir til umhverfisvænnar orkuöflunar og bættrar orkunýtingar við húshitun. Styrkurinn tekur mið af kostnaði við kaup á tækjabúnaði og uppsetningu utan dyra og er þar sérstaklega horft til varmadælna.
Meira

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verði fylgt þrátt fyrir aflaskerðingu

Hafrannsóknastofnun birti í morgun ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár 2022/2023 þar sem hæst ber áframhaldandi samdráttur í ráðlögðum þorskafla, að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Í samræmi við aflareglu stjórnvalda er lagt til að hámarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði alls 208.846 tonn sem hefur hann ekki verið svo rýr í áratug eða frá 2012/2013 en þá var ráðlagt að veiða ekki meira en 196  þúsund tonn.
Meira

„Auðlindin okkar“ tekin til starfa

Hafin er vinna fjögurra starfshópa og samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu sem matvælaráðherra skipaði til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum.
Meira

Vernda og efla innlenda matvælaframleiðslu

Spretthópur sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi hefur nú skilað tillögum sínum og voru þær lagðar fyrir ríkisstjórn í morgun.
Meira

Valur Valsson er LH-félagi ársins 2022

LH–félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.
Meira

Forsendur sauðfjárbúskapar á Íslandi við það að bresta

Í nýrri samantekt Byggðastofnunar, sem unnin var að beiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra og ráðherra byggðamála, kemur fram að rekstrarafkoma sauðfjárbúa, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, hafi verið neikvæð frá árinu 2018. Ekki er útlit fyrir að rekstur sauðfjárbúa batni á næstu árum og að óbreyttum tekjum eru forsendur sauðfjárbúskapar brostnar.
Meira

Tveir í kjöri til vígslubiskups í Hólaumdæmi

Í lok maí greindi Feykir frá því að tilnefningum til vígslubiskups í Hólaumdæmi lauk og 25 einstaklingar fengu tilnefningu og að Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, fékk flestar tilnefningar.
Meira

Kormákur/Hvöt tapa fyrir Víði

Kormákur/Hvöt tapaði 5-1 fyrir Víði á Nesfisk-vellinum í dag.
Meira