Norðan stormur og talverð slydda eða snjókoma – Minnir á desemberhvellinn 2019
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.10.2022
kl. 13.41
Það er skammt stórra högga á milli hjá lægðum haustsins en spáð er miklum norðanhvelli snemma á sunnudagsmorgun svo allir landshlutar eru ýmist litaðir gulum eða appelsínugulum viðvörunum en allt frá Ströndum að Glettingi á Austurlandi, ásamt miðhálendi er appelsínugult ástand, annað gult. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tekur viðvörunin gildi kl 8 á sunnudagsmorgun og linnir ekki fyrr en upp úr klukkan tvö aðfararnótt mánudags.
Meira