A-Húnavatnssýsla

Tveir stórleikir á Króknum í dag

Það er stór dagur í íþróttalífinu á Sauðárkróki í dag. Fyrst taka Stólastúlkur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og í kvöld fer fyrsta viðureignin fram í úrslitaeinvígi Tindastóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.
Meira

Rocky Horror í Hofi um helgina

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullar leiksýningar og fara nú í Hof á Akureyri með Rocky Horror.
Meira

„Ég hef trú á getu okkar til að ná árangri“

„Ég er mjög bjartsýnn á þennan hóp stráka. Við erum að koma seint saman en á þeim stutta tíma sem við höfum verið saman höfum við stigið stór skref í rétta átt,“ segir Dominic Furness, þjálfari Kormáks Hvatar þegar Feykir spurði hann hvort hann teldi að hópurinn hans væri að smella saman fyrir sumarið.
Meira

Söngskemmtun á Löngumýri

Sönghópur félags eldri borgara í Skagafirði heldur söngskemmtun á Löngumýri í Skagafirði sunnudaginn 11. maí 2025 kl. 15:00. Aðgangur kr. 3.000,- enginn posi. Verið velkomin. Stjórnin
Meira

Umhverfisdagur á Skagaströnd 8. maí

Fimmtudaginn 8. maí kl. 16:00 - 18:00 ætla Skagstrendiingar að taka saman höndum og týna rusl í bænum sínum. „Við ætlum að hittast í áhaldahúsinu þar sem skipað verður í leitir (ruslaleitir) og afhentir pokar. Allir sem vettlingi geta valdið, fullorðnir sem börn, eru hvattir til að koma og taka þátt,“ segir í skilaboðum frá Helenu Mara, Sigríði Björk og Gígju Heiðrúnu á vef Skagastrandar.
Meira

Nýtt upplýsingaskilti við kirkjugarðinn á Blönduósi

Húnahornið segir frá því að nýtt upplýsingaskilti er komið upp við kirkjugarðinn á Blönduósi. Á skiltinu má finna nöfn þeirra sem hvíla í garðinum, fæðingarár og dánardag auk númer legstaða. Gert er ráð fyrir að skiltið verði uppfært reglulega á fimm ára fresti.
Meira

Kvikmyndin Sinners í Króksbíói í kvöld kl. 20:00

SINNERS verður sýnd í kvöld, mánudaginn 5. maí kl. 20:00. Þeir sem vilja panta miða á myndina er bent á að senda skilaboð á Facebook-síðu Króksbíós eða hringja í síma 855-5216 tveimur tímum fyrir sýningu. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Myndin fjallar um tvíburabræður í leit að betra lífi sem snúa aftur í gamla heimabæinn. Þar býður þeirra meiri illska en þeir hafa áður kynnst.
Meira

Vegið ómaklega að lögreglunni | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fullyrðingar Kristins Hrafnssonar hjá Wikileaks um að auðmenn ráði öllu sem þeir vilji á Íslandi og að lögreglan hér á landi þjóni þeim standast enga skoðun. Nægir í því sambandi að benda á þann fjölda auðmanna sem rannsakaðir hafa verið af lögreglunni, sóttir til saka og sakfelldir frá bankahruninu haustið 2008. Enn eru slík mál í gangi í dómskerfinu meira en 16 árum síðar og verið árum saman. Vægast sagt ómaklega er vegið að lögreglunni í þessum efnum.
Meira

Þriðja eins marks tap Stólastúlkna í röð

Eftir sigur í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna hefur lið Tindastóls nú tapað þremur leikjum í röð en allir hafa leikirnir tapast með eins marks mun og liðið verið vel inni í þeim öllum. Í gær heimsóttu Stólastúlkur gott lið Þróttar sem hafði lúskrað á okkar liði í Lengjubikarnum 9-0. Eftir hálfrar mínútu leik í gær var staðan orðin 1-0 og margir óttuðust skell. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og 1-0 sigur Þróttar niðurstaðan.
Meira

Erfið byrjun Húnvetninga í 2. deildinni

Við skulum vona að fall sé fararheill hjá knattspyrnuliði Húnvetninga því ekki sóttu þeir gull í greipar Austfirðinga í gær. Þá öttu þeir kappi við lið KFA í Fjarðabyggðahöllinni í fyrstu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Þegar upp var staðið höfðu gestgjafarnir hreinlega alls ekkert verið gestrisnir, gerðu átta mörk á meðan gestirnir gerðu eitt.
Meira