Lýsa furðu sinni á því að ekki hafi verið látið reyna á nýjan samning um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
15.09.2019
kl. 10.17
Byggðaráð Blönduósbæjar harmar bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, frá 9. september sl., um að enda það samstarf sem verið hefur í 20 ár á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðs fólks, sérstaklega þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur í því samstarfi á síðustu árum verið svokallað „Leiðandi sveitarfélag“ og því hefur stór hluti fagþekkingar og þjónustu verið byggður upp í Skagafirði. Þetta kemur fram í bókun ráðsins sl. fimmtudag.
Meira
