A-Húnavatnssýsla

Leita að fyrirtækjum til að þróa heildstæða stafræna tækni

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, auglýsa á vef sínum eftir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Norðurlandi vestra sem hafa áhuga á að þróa heildstæða stafræna tækni (e. immersive technology) í markaðslegum tilgangi fyrir fyrirtæki sín.
Meira

Fjölnota hjólabraut tekin í notkun á Skagaströnd

Unga kynslóðin á Skagaströnd, og jafnvel fleiri, hafa ríka ástæðu til að kætast þessa dagana því í gærkvöldi, þann 25. júní, var opnuð fjölnota hjólabraut á skólalóð Höfðaskóla. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að brautarinnar hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu.
Meira

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands á Blönduósi

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í haglagreininni Skeet verður haldið á skotsvæði Skotfélgasins Markviss dagana 29. og 30. júní. Á Facebooksíðu Markviss kemur fram að skráning á mótið hefur verið með miklum ágætum og stefnir í eitt fjölsóttasta mót sumarsins. Keppendur eru skráðir í flestum, ef ekki öllum, flokkum og frá átta skotíþróttafélögum víðs vegar af að landinu.
Meira

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjöfin er gerð á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu og er varúðarnálgun Alþjóðahafrannsóknaráðsins höfð að leiðarljósi.
Meira

Blönduóstorfæran um helgina

Þriðja umferðin í Íslandsmótinu í torfæru fer fram á Blönduósi á laugardaginn og hefst keppnin klukkan 11:00. Mótið er í umsjón Bílaklúbbs Akureyrar og fer keppni fram í Kleifarhorni. Keppt verður í tveimur flokkum, götubílaflokki og sérútbúnum. Sagt er frá þessu á fréttavefnum huni.is.
Meira

Tillitssemi mikilvæg

Vátryggingafélag Íslands, VÍS, vekur athygli á því í á heimasíðu sinni að í kvöld hefst hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon og því má búast við talsverðri fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni meðan keppnin stendur yfir. Fyrstu hóparnir fara af stað í dag, þriðjudag, en flestir leggja af stað klukkan 19:00 annað kvöld og er reiknað með fyrstu keppendum ímark á föstu­dags­morg­un, en tími renn­ur út á laug­ar­dag. Hjólað verður eftir hringveginum norður fyrir og endað við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Mikilvægt er að allir ökumenn, bæði vélknúinna ökutækja og hjólandi, sýni fyllstu tillitssemi.
Meira

Öflugur sigur Kormáks/Hvatar á ÍH í 4. deild karla

Kormákur/Hvöt(K/H) gerðu góða ferð suður í Hafnarfjörð þegar þeir unnu 2-0 sigur á ÍH í 4. deild karla síðastliðinn föstudag.
Meira

Jón Jóhannsson GÓS sigraði á Opna Fiskmarkaðsmótinu á Skagaströnd

Opna Fiskmarkaðsmótið, sem jafnframt er minningarmót um Karl Berndsen, var haldið á Háagerðisvelli á Skagaströnd laugardaginn 22. júní. Alls voru þátttakendur 26 talsins sem spiluðu 18 holur í afbragðsveðri. Úrslit urðu sem hér segir:
Meira

Sýning um íslensku lopapeysuna á Heimilisiðnaðarsafninu í sumar

Sérsýning Heimilisiðnaðarsafnsins, íslenska lopapeysan, uppruni, saga, hönnun, varopnuð á uppstigningardag, þann 30. maí sl. Er hér um að ræða farandsýningu sem á rætur að rekja til rannsóknarverkefnis Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins, húss skáldsins, sem Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, vann. Skýrslu um rannsóknina má finna á vefsíðum safnanna.
Meira

Úr sveitinni á Skaga til miðbæjar Reykjavíkur :: Áskorandapenninn – Kristmundur Elías Baldvinsson, Tjörn á Skaga

Ég tók undir mig nokkuð stórt stökk þann 16. ágúst síðast liðinn þegar ég fluttist frá Tjörn á Skaga, þar sem ég hafði alist upp og búið allt mitt líf, og flutti suður í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ég átti eftir hefja mína framhaldsskólagöngu í Borgarholtsskóla. Það var gríðar mikið menningarsjokk að fara á milli þessa ólíku heima.
Meira