A-Húnavatnssýsla

Heilmikil dagskrá á Húnavöku

Mikið verður um að vera á Blönduósi nú um helgina en bæjar- og fjölskylduhátíðin Húnavaka hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Dagskrá hátíðarinnar er afar fjölbreytt og ættu allar kynslóðir að geta fundið sér eitthvað til skemmtunar.
Meira

Leikhópurinn Lotta með sýningu á Blönduósi í kvöld og Sauðárkróki á morgun

Í kvöld klukkan 18:00 verður sýning á Káratúni á Blönduósi og á morgun klukkan 11:00 verður sýningin í Litla skógi á Sauðárkróki.
Meira

Laxveiðin enn dræm

Enn er veiði dræm í laxveiðiám landsins þó vætutíð undanfarinna daga hafi vakið vonir um að eitthvað fari nú að rætast úr. Heildarveiðin á Norðurlandi vestra er nú komin í 881 fiska en var 1954 á sama tíma í fyrra.
Meira

Leikir helgarinnar í boltanum

Um helgina munu fara fram þrír leikir í boltanum. Einn á föstudagskvöldið og tveir á laugardaginn.
Meira

Brúin yfir Blöndu verður lokuð vegna viðgerðar

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá vegagerðinni.
Meira

Tveggja bíla árekstur við Húnsstaði

Tveggja bíla árekstur varð við bæinn Húnsstaði í Húnavatnshreppi upp úr klukkan ellefu í morgun. Kona sem var farþegi í öðrum bílnum var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var konan með höfuðáverka en ekki þungt haldin.
Meira

Blómlegt starf hjá USAH

Það er mikiðum að vera hjá USAH þessa dagana en þar er nýlokið héraðsmóti og í dag er það svo yngsta kynslóðin sem fær að njóta sín á barnamóti. Framundan er svo Blönduhlaupið sem haldið er á Húnavöku ár hvert.
Meira

Táragasi beitt gegn lögreglu

Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Meira

Landslið Íslands í hestaíþróttum kynnt

Landslið Íslands fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins, sem fram fer í Berlín 4.-11. ágúst, var kynnt í verslun Líflands í gær. Sigurbjörn Bárðarson landsliðþjálfari fór yfir val á knöpum og hestum í liðið en horft var til árangurs á þremur WorldRanking-mótum og var Íslandsmótið í byrjun júlí síðasta af þeim. Einnig var horft til árangurs íslenskra knapa á stórmótum erlendis.
Meira

Góður útisigur hjá K/H

Laugardaginn 13. júlí klukkan 16:00 mættust KM og Kormákur/Hvöt (K/H) á KR-velli í 4. deild karla. Fyrir leikinn var K/H í þriðja sæti með sautján stig en KM í því sjöunda með sex stig. K/H átti leikinn frá upphafi til enda og unnu leikinn sannfærandi 6-0.
Meira