Kröfuganga gegn loftslagsbreytingum
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
26.09.2019
kl. 09.34
Á morgun, föstudaginn 27. september klukkan 11:00, ætla nemendur 7. og 8. bekkjar í Blöndskóla að gera uppreisn gegn loftslagsbreytingum. Það hyggjast þeir gera með því að sleppa því að mæta í skólann og fara í kröfugöngu. Með þessu eru krakkarnirað feta í fótspor sænska aðgerðasinnans Gretu Thunberg sem hefur nú í rúmt ár farið í skólaverkfall á föstudögum í þeim tilgangi að berjast gegn loftslagbreytingum.
Meira
