Að loknu prófkjöri
Að lokinni stuttri og snarpri prófkjörsbaráttu vil ég koma á framfæri innilegum þökkum til sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi, sem lögðu framboði mínu lið og til kjósenda sem veittu mér brautargengi í prófkjörinu. Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa kosið sér sterkan lista, skipaðan dugmiklu fólki til forystu í kosningunum 25.apríl.
Það er til marks um þann metnað er býr í Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu að 17 einstaklega frambærilegir einstaklingar buðu sig fram til þáttöku í prófkjörinu. Þeim þakka ég drengilega og málefnalega kosningabaráttu. Það er ekki í kot vísað að leggja upp í þá vegferð að tryggja flokknum áframhaldandi forystuhlutverk í kjördæminu með þennan hóp innanborðs.
Á ferðum mínum um kjördæmið hef ég hitt mikið af góðu fólki og lagt mig fram um að kynna mér innviði hvers samfélags, þótt tíminn væri naumt skammtaður. Það er gott veganesti inn í framtíðina og þá vinnu sem framundan er.
Sjálfstæðismenn tökum nú höndum saman og tryggjum Sjálfstæðisflokknum glæsilega kosningu í vor,ég mun stolt taka þátt í þeirri baráttu.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.