Góður kostur, Sigurður Örn - Eftir Ágúst Þór Bragason, Blönduósi

Ágúst Þór Bragason

Um helgina velur Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi sér fólk til setu á lista til alþingiskosninga í vor. Ég gleðst mjög yfir því hve margir hafa gefið kost á sér í prófkjörinu og vænti mikils af því fólki sem leiða mun starf Sjálfstæðisflokksins á næstu árum. Í öllu því umróti sem fylgir því að ná athygli fólks hefur ein rödd sannalega vakið athygli mína fyrir að tala skýrt og ákveðið og fyrir að koma fram af einurð og með skýr gildi.

Sigurður Örn Ágústson kom til starfa fyrir Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins þegar þjóðin stóð á þeim tímamótum að spyrja „hvað fór úrskeiðs“. Breyttir tímar kalla á að velta við öllum steinum í leit að orsök þess hvað gerðist, hvernig tökum við á því og hvert stefnum við. Setningin að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi ekki brugðist heldur fólkið hefur vakið viðbrögð. Það er ekki sama hvernig farið er með markaða stefnu sem flokkurinn hefur staðið fyrir um langt árabil.

Ég vil hvetja ykkur alla Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi til að mæta á kjörstað og vil vekja athygli ykkar á þeim ferska blæ sem fylgir Sigurði. Hafið nafn hans í huga þegar valið verður á listann um helgina en hann sækist eftir 2-4 sæti. Hann er í mínum huga góður kostur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir