Hverjir eru á myndunum?

Páll Halldórsson er lengst til hægri við tjaldið hjá Ullarkvísl, en hverjir voru hinir? Aðsendar myndir?
Páll Halldórsson er lengst til hægri við tjaldið hjá Ullarkvísl, en hverjir voru hinir? Aðsendar myndir?

Við Páll Halldórsson flugstjóri erum að rita sögu landgræðsluflugs á Íslandi með minni flugvélum á árunum 1958 til 1992. Við höfum safnað um 200 ljósmyndum tengdu þessu merka starfi og höfum náð að nefna flesta þá sem eru á myndunum.

En ekki alveg og hér eru tvær myndir sem okkur leikur mikil forvitni á að vita hverjir séu á. Björn Bergman tók myndirnar í júlí 1970 og þær eru í eigu Héraðsskjalasafns A-Hún. Páll Halldórsson er lengst til hægri við tjaldið hjá Ullarkvísl, en hverjir voru hinir? Á seinni myndinni, sem er sennilega tekin á flugvellinum hjá Blönduósi, er væntanlega verið að deila áburðinum niður á heimalönd bænda. Frá vinstri eru: Guðmundur B. Þorsteinsson í Holti, óþekktur, Guðbjartur ráðunautur Guðmundsson og Páll Halldórsson flugstjóri.

Frá vinstri eru: Guðmundur B. Þorsteinsson í Holti, óþekktur, Guðbjartur ráðunautur Guðmundsson og Páll Halldórsson flugstjóri

Í Skjólkvíagosinu um vorið 1970 við rætur Heklu féll allmikil aska á Auðkúluheiði og á jarðir í A-Húnavatnssýslu. Landgræðsluflugvélin TF-TUN dreifði í júlí sama ár 44 tonnum af áburði á heiðina til að styrkja gróður og annað eins magn á heimalönd bænda í sýslunni. Sennilega var það einsdæmi að þeir gistu í tjaldi í landgræðslufluginu en einstaka sinnum kom fyrir að þeir gistu í heyhlöðum eða í skjóli við heysátur eða í bílum.

Ef þið berið kennsl á mennina sendið undirrituðum endilega línu á netfangið sveinnrun@gmail.com eða hringið í síma 893 0830. Eins ef þið eigið myndir sem tengjast landgræðsluflugi með minni flugvélum (ekki með Þristinum) þá væri okkur mikill akkur í að fá þær lánaðar.

 

Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir