Ingibjörg í framboð fyrir VG

Ég heiti Ingibjörg Gestsdóttir og hef ákveðið að bjóða mig fram á lista Vinstri grænna í Norðvestur kjördæmi. Ég er Akurnesingur með stúdentspróf frá FVA og BA gráðu í þjóðfræði frá Háskóla Ísland. Ég hef verið forstöðumaður Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna Reykjum í Hrútafirði frá vori 2007.

Áður hef ég starfað við ýmislegt m.a. á Byggðasafni Akranes og nærsveita til nokkurra ára að menningarmálum og ferðamálum.
Ég er fædd árið 1957, gift Garðari Norðdahl og eigum við fjögur börn og fjögur barnabörn.
Ég hef frá stofnun Vinstri grænna tekið þátt í flokksstarfinu hér á Akranesi, en líka á landsvísu.
 Ég bíð mig fram á grundvelli þeirra hugmynda sem Vinstri grænir halda á lofti s.s. jöfnuð, réttlæti, virðingu og samstöðu. Menningarmál og menntunarmál eru mér þó ofarlega í huga sem mál sem sérstaklega þarf að standa vörð um og efla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir