Kalli Matt tilbúinn á ný

Karl V Mattíasson skrifar.

Karl V. Matthíasson, 120852-7799,  Óska eftir stuðningi í 1. – 2. sæti Lögheimili Miðhraun II Miklaholtshreppi. Kvæntur og á 3 börn. Stúdent: Eðlisfræðideild MR. Kandidatspróf í guðfræði. Hef starfað sem sjómaður, kennari, verkamaður, prestur og alþingismaður.

 

 

 

 

 

Baráttumál: Nú er nauðsynlegt að stjórnmálamenn hafi hugrekki og þor til að ráðast í breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að auka  jöfnuð og réttlæti.  Auðlindamálin skipa stærstan sess. Endurskoða skal fiskveiðistjórnarkerfið og skapa þannig aukin  atvinnutækifæri. Landbúnaðarkerfið er í viðjum stöðnunar.

 

Bændur verða að geta nýtt betur þá möguleika sem fyrir hendi eru. Ég fagna nýsköpun svo sem í kornrækt, þorskeldi, kræklingarækt og á sviði ferðamennsku. Í þessum greinum eru miklir möguleikar fyrir kjördæmið. Uppbygging framhalds- og háskóla eru mikilvægar forsendur framfara og nýsköpunar.

 

Herða verður róðurinn á sviði samgangna og fjarskipta en á þeim þáttum nærist öflugt atvinnulíf. Umferðaöryggi er einnig mikilvægt.  Ég hef verið talsmaður þess að okurvextir verði afnumdir, fjölskyldum og fyrirtækjum til góðs. Ég er á þeirri skoðun að skólar skuli gegna veigameira hlutverki á sviði jafnréttismála með markvissu námsefni. Taka verður á áfengis- og fíkniefnavandanum með markvissari hætti.

Þrátt fyrir kreppuna blasa við okkur mörg tækifæri sem við getum nýtt okkur ef við stöndum saman!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir