Karl Matthíasson vill setja 30.000 tonn af þorski á markað

Það er nokkuð ljóst að við verðum að hægja aðeins á "uppbyggingu" þorskstofnsins og gefa út færið hvað veiðiheimildir varðar.  Nú þegar við heyrum um sívaxandi atvinnuleysi getum við ekki gert annað. 30.000 tonn væri mjög ákjósanlegt, segir Karl V Matthíasson í nýrri bloggfærslu sinni.

-Og auðvitað ætti að haga því svo til að fiskurinn yrði unninn í fiskvinnslunni hér á landi. Það myndi skapa aukin störf og aukna atvinnu bæði beint og óbeint. Hverni á svo að úthluta þessu? Svarið er einfalt: Setja það á markað og þá gætu útgerðir boðið í heimildirnar.

Andvirðiði rynni svo til ríkisins, sem síðan notaði bróðurpartinn af þessum tekjum til að efla kræklingarækt, þorskeldi , grænmetisræk og aðrar atvinnugreinar sem skapa með því meiri vinnu og gjaldeyristekjur.

Þeirri skoðun vex fiskur um hrygg að viðbótar fiskveiðiheimildir ættu að fara á markaðinn beint frá ríkinu svo hinir raunverulegu eigendur auðlindarinnar nytu ávaxtanna til hins ýtrasta.

Hægt væri að hafa greiðslufyrirkomulagið þannig að viðkomandi útgerð greiddi sitt verð. Tölvukerfi innlendu fiskmarkaðanna eru vonandi svo vel íbún að þau ráði við slíkt fyrirkomulag.

Stöndum saman.

Kalli Matt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir