Læknamiðill - Magnús Ólafsson skrifar

Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum.
Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum.

Öll þráum við að vera laus við að sjúkdómar herji á okkur, en stundum lendum við í slysum eða veikindum. Þá þarf að takast á við þá raun. Oftast getum við fengið góða hjálp frá okkar öfluga heilbrigðiskerfi, stundum næst ekki sá árangur, sem við vildum.

Sumir trúa að í veikindum sé stundum hægt að fá hjálp frá þeim sem farnir eru héðan. Sjálfur veit ég um fólk sem hefur fengið hjálp á þann hátt. Það er yndislegt. Góður vinur minn, Jón Geir Jónatansson, hjálpar oft fólki. Réttara er þó að segja að hann er í sambandi við framliðna lækna, sem oft geta liðsinnt þeim sem eru veikir. Fólki er heimilt að hringja í Jón Geir eða hitta hann og biðja um hjálp.

 Reglulega er hann með miðilsfundi og geta áhugasamir komið á slíka fundi. Af sérstökum ástæðum vill Jón Geir ekki vita hverjir eru væntanlegir á fund, því biðjum við þá sem vilja koma að vera í sambandi við undirritaðan með tölvupósti, mao@centrum.is eða hringja í símann 898 5695. Einnig má hringja í Stínu í síma 863 1241.  Á slíkum fundum kemst á beint samband við framliðna. Þó gestir sem mæta segi ekkert hvað er að þeim geta þeir framliðnu lýst veikindum þeirra og sagt hvað er að. Ég held að það geri þeir til þess að styrkja fólkið í trúnni að um raunverulegt samband er að ræða. Oft lýsa þeir þannig einhverju sem varla nokkur veit um nema viðkomandi sjálfur og þeirra læknar. Að sjálfssögðu er allt sem þarna er sagt bundið trúnaði og er ekki frá því greint nema viðkomandi geri það sjálfur. Stundum heimsækja framliðnir læknar síðar þá sem komið hafa á fund og leggja lið í að bæta og hjálpa við að laga veikindin. Frá þannig heimsóknum hefur fólk sagt mér og fengið bót meina.

Auk þessa fá þeir, sem á miðilsfundina koma, stundum kveðju frá framliðnum ættingjum eða burtkölluðu samferðafólki. Þegar samband er best koma einhverjir í gegnum transmiðilinn á þann hátt að hann holdgerist í líki þess sem er að mæta. Það getur oft verið áhrifarík og mögnuð stund.
Ef þú hefur áhuga að koma á svona fund er þér heimilt að hafa samband.

Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum
mao@centrum.is  s. 898 5695

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir